Átök milli lögreglu og munka í Tíbet

Dalai Lama
Dalai Lama Retuers

Búddamunkar hafa lent í átökum við lögreglu í borginni Lhasa í Tíbet síðustu fjóra daga. Hafa átökin brutist út þegar munkarnir reyna að fagna því að Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, var veitt gullorðan af Bandaríkjaþingi á miðvikudag. Orðan er æðsta viðurkenning sem einstaklingur getur fengið hjá þinginu.

Kínversk stjórnvöld eru afar ósátt við ákvörðun þingsins að veita Dalai Lama orðuna og þá ekki síst að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, var viðstaddur orðuveitinguna og átti fund með Dalai Lama.

í dagblaðinu Ming Pao í Hong Kong kemur fram að hundruð munka við Zhaibung klaustrið í Lhasa hafi barist við lögreglu. Umkringdu þrjú þúsund vopnaðir lögreglumenn klaustrið og heimiluðu einungis um eitt þúsund munkum að yfirgefa klaustrið. Ekki hefur verið upplýst um hvort einhverjir hafa særst í átökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert