Lessing: Hryðjuverk IRA verri en 11. september

Doris Lessing.
Doris Lessing. Reuters

Breska skáldkonan Doris Lessing, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, segir í blaðaviðtali sem birtist í dag, að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 standist ekki samanburð við aðgerðir Írska lýðveldishersins (IRA) gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi.

"Sumir Bandaríkjamenn segja að ég sé geggjuð. Margir létu lífið, tvö fræg hús hrundu, en þetta var hvorki jafn hryllilegt né einstakt og þeir vilja vera láta." Ef litið væri á sögu IRA kæmi í ljós að atburðirnir í Bandaríkjunum hefðu ekki verið "svo slæmir."

Þetta kemur fram í viðtali við Lessing sem birtist í spænska dagblaðinu El País í dag. Þar vandar Lessing George W. Bush Bandaríkjaforseta ekki kveðjurnar og segir hann vera "ógæfu heimsins."

"Það eru allir búnir að fá yfir sig nóg af þessum manni. Annað hvort er hann heimskur eða bráðsnjall."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert