Umdeildir "svartir sauðir" í Sviss

Üli Maurer, formaður Þjóðarflokksins, við auglýsinguna umdeildu.
Üli Maurer, formaður Þjóðarflokksins, við auglýsinguna umdeildu. AP

Útlit er fyrir að Svissneski þjóðarflokkurinn, sem er hægriflokkur, hafi enn aukið fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fara í Sviss um helgina, en talning atkvæða stendur nú yfir. Þjóðarflokkurinn er nú þegar stærstur flokka í landinu. Vegna þess hvernig kosningakerfið er getur flokkurinn þó ekki vænst þess að fá hreinan meirihluta.

Kosningabarátta flokksins olli úlfaþyt meðal innflytjenda, og einkum auglýsing frá flokknum er sýndi þrjár hvítar kindur sparka einni svartri út úr Sviss. Var flokkurinn sakaður um kynþáttahatur, en talsmenn hans sögðu auglýsingunni einungis ætlað að sýna þá stefnu flokksins að útlendingum sem brytu af sér yrði vísað úr landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert