250.000 manns flýja heimili sín í San Diego

Hundruð þúsunda manna hafa flúið undan miklum skógareldum í Kaliforníu í dag, og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sjö sýslum. Í San Diego hafa 250.000 manns flúið heimili sín, og flestir leitað skjóls á íþróttaleikvangi borgarinnar. Einn hefur látist af völdum eldanna og yfir 20 slasast.

Eldar brenna stjórnlaust á að minnsta kosti 13 stöðum í Suður-Kaliforníu, og yfirvöld viðurkenna að erfitt sé að ná tökum á þeim. Er búist við að ástandið eigi eftir að versna þar sem spáð er hvössum, heitum vindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka