Danskir dagforeldrar berjast gegn reykingabanni

AP

Dagforeldrar í Frederikshavn Skagen og Sæby í Danmörku eru í verkfalli í dag til að mótmæla nýjum reglum um reykingar á heimilum dagforeldra. Áður hafa dagforeldrar í nokkrum öðrum sveitarfélögum lagt niður vinni að mótmæla nýju reglunum en samkvæmt þeim eiga þau herbergi heimila sem notuð eru til dagvistunar á daginn alltaf að vera algerlega reyklaus. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands Posten.

Mikil óánægja er með reglurnar á meðal danskra dagforeldra en sögn forsvarsmanna dagforeldranna snýst málið fyrst og fremst um það að þeir fái að ráða yfir heimilum sínum í frítíma sínum jafnvel þótt þeir noti heimilin sem vinnusvæði á daginn.

„Við erum fylgjandi því að settar verði reykingarlög en við viljum fá að ráða yfir heimilum okkar þegar við erum í fríi. Við tökum fullt tillit til barnanna og reykjum aldrei þegar við erum að vinna,” segir Elin Gåsland, sem er dagmóðir í Frederikshavn. „Ég vona að sveitarfélagið muni hlusta á okkur og falla frá tillögunni þannig að við getum hafið störf sem fyrst að nýju.

Samkvæmt núgildandi reglum eru reykingar bannaðar í þeim herbergjum á heimilum dagforeldra, sem börnin hafa aðgang að, á þeim tíma sem þau eru í gæslu á heimilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert