11 félagar í mafíunni handteknir

Ellefu mann,s sem taldir eru tilheyra mafíuhóp sem er með starfsemi í Evrópu og Kanada, voru handteknir í nótt á Ítalíu og Frakklandi. Eru þeir grunaðir um peningaþvætti og mútur, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku lögreglunni.

Einn var handtekinn í Cannes í Suður-Frakklandi en tíu á Ítalíu. Eru þeir grunaðir um að hafa „þvegið" 600 milljónir evra sem koma frá ólöglegri starfsemi. Alls náði rannsókn málsins til 19 manna sem eru taldir tilheyra ítölsk-kanadísku mafíunni, Vizzuto. Tveir yfirmenn Vizzuto eru þegar í fangelsi, Vito og Nick Vizzuto, en sá mafíuhópur hefur verið atkvæðamikill í sölu og dreifingu fíkniefna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert