660 tonna steinkirkja flutt í heilu lagi

Kirkjunni lyft á flutningavagninn í gær.
Kirkjunni lyft á flutningavagninn í gær. AP

Sex hundruð og sextíu tonna þungri kirkju úr múrsteinum var í gær lyft í heilu lagi af grunni í þýska smábænum Heuersdorf og sett á heljarmikinn flutningavagn sem á að bera hana tólf kílómetra leið þar sem henni verður búinn nýr samastaður. Kirkjan er 750 ára gömul.

Fjarlægja varð kirkjuna þar sem hefja á brúnkolanám þar sem hún hefur staðið. Allir íbúar Heuersdorf þurfa reyndar að flytja því að þeir töpuðu máli gegn námufyrirtækinu Mibrag. Fyrirtækið tók að sér að flytja kirkjuna gegn því að fá að nýta brúnkolin. Heuersdorf er skammt frá Leipzig.

Á morgun verður síðan lagt af stað með kirkjuna, og er gert ráð fyrir að hún nái áfangastað um miðja næstu viku. Flutningurinn mun kosta um þrjár milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert