Breskur barnaníðingur á áttræðisaldri handtekinn

Taílenska lögreglan hefur handtekið 74 ára gamlan breskan karlmann sem er grunaður um að hafa beitt barn kynferðislegu ofbeldi. Fleiri hundruð ljósmyndir og myndbönd af nöktum drengjum og karlmönnum fundust í íbúð mannsins á Pattaya, vinsælum ferðamannastað í Taílandi.

Maðurinn, Alan Charles Mawson, var handtekinn í íbúð sinni einungis nokkrum dögum eftir að fjórtán ára gamall piltur kærði hann fyrir kynferðislegt ofbeldi. Telur lögregla að Mawson hafi misnotað yfir tíu pilta kynferðislega en hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir athæfið.

Mawson hefur búið í Taílandi í rúm tuttugu ár og rekur gufubaðstofu og húsnæðismiðlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert