Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni krefjast þess að aðgerðir gegn Íran verði hertar vegna áætlana Írana hvað varðar nýtingu kjarnorku. Að sögn Brown verður þetta að gerast í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið og bresk stjórnvöld muni ganga hart fram í málinu. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Brown og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.