Leikari lést við burtreiðar

Maður sem tók þátt í burtreiðaatriði fyr­ir breska sjón­varpsþátt­inn Time Team lést af sár­um sín­um eft­ir að hafa fengið flís úr lensu í augað. Maður­inn starfaði við það að end­ur­skapa miðald­ir og setja á svið burtreiðar og bar­daga. Óhappið varð í sept­em­ber en maður­inn lést á sjúkra­húsi viku síðar.

Kynn­ir sjón­varpsþátt­anna, Tony Robin­son var ekki viðstadd­ur upp­tök­una um Ját­v­arð III sem gerð var fyr­ir Chann­el 4 við Rock­ing­ham kast­al­ann í Leicester­skíri.

Leik­ar­arn­ir notuðu lens­ur með balsaviði á odd­in­um sem ætlað er að splundr­ast auðveld­lega á skildi and­stæðings­ins. Ein flís­in fór í gegn­um rifu á hjálmi manns­ins með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Að sögn tals­manns Chann­el 4 í viðtali við Reu­ters frétta­stof­una verður þátt­ur­inn um Ját­v­arð III sýnd­ur en án burtreiðaatriðanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert