Leikari lést við burtreiðar

Maður sem tók þátt í burtreiðaatriði fyrir breska sjónvarpsþáttinn Time Team lést af sárum sínum eftir að hafa fengið flís úr lensu í augað. Maðurinn starfaði við það að endurskapa miðaldir og setja á svið burtreiðar og bardaga. Óhappið varð í september en maðurinn lést á sjúkrahúsi viku síðar.

Kynnir sjónvarpsþáttanna, Tony Robinson var ekki viðstaddur upptökuna um Játvarð III sem gerð var fyrir Channel 4 við Rockingham kastalann í Leicesterskíri.

Leikararnir notuðu lensur með balsaviði á oddinum sem ætlað er að splundrast auðveldlega á skildi andstæðingsins. Ein flísin fór í gegnum rifu á hjálmi mannsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Að sögn talsmanns Channel 4 í viðtali við Reuters fréttastofuna verður þátturinn um Játvarð III sýndur en án burtreiðaatriðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert