Tyrkir stefna að diplómatískri lausn

Tyrkneskir hermenn leita að jarðsprengjum við landamæri Íraks.
Tyrkneskir hermenn leita að jarðsprengjum við landamæri Íraks. Reuters

Tyrkneska stjórnin mun gera allt í sínu valdi til að finna diplómatíska lausn á vandanum áður en herlið verður sent yfir landamæri Íraks til að stöðva árásir skæruliða Kúrda. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ali Babacan tilkynnti þetta áður en hann hélt til Bagdad og fundar við æðstu ráðamenn, þar á meðal Nouri Maliki forsætisráðherra.

Samkvæmt fréttavef BBC hafa Bandaríkin hvatt stjórnina í Írak til að taka til skjótra aðgerða gegn skæruliðunum til að koma í veg fyrir að tyrkneskt herlið verði sent yfir landamærin.

Skæruliðar innan raða Verkamannaflokks Kúrda, PKK segjast hafa tekið höndum tyrkneska hermenn í kjölfar árásar á sunnudaginn þar sem 12 tyrkneskir hermenn létust. Tyrkneski herinn hefur staðfest að átta hermanna sé saknað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert