Auglýsing er sýnir „samkynhneigt“ ungabarn veldur deilum á Ítalíu

Auglýsing sem sýnir nýfætt barn með armband sem á stendur „homosexual“ hefur valdið deilum á Ítalíu. Auglýsingin er liður í herferð gegn misrétti gegn samkynhneigðum. Á auglýsingunni er slagorðið „kynhneigð er ekki frjálst val.“ Hún hefur verið sett upp víða í Toskanahéraði og verið birt í dagblöðum í dag.

Þingmaður Kristilega demókrataflokksins, Luca Volonte, sagði auglýsinguna „óheiðarlega“ og „hneyksli.“ Heimspekingurinn Gianni Vattimo, sem er samkynhneigður, sagði að auglýsingin væri „smekklaus,“ og slagorðið „ekki að öllu leyti rétt.“

Stærstu samtök samkynhneigðra á Ítalíu, ArciGay, lýstu ánægju með herferðina, og sögðu samkynhneigð vera „óumbreytanlega staðreynd sem beri að virða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert