Danir að kjörborðinu 13. nóvember

Anders Fogh Rasmussen.
Anders Fogh Rasmussen. Reuters

And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, til­kynnti í ræðu á danska þing­inu klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma, að þing­kosn­ing­ar fari fram 13. nóv­em­ber. Er það rúmu ári fyrr en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur en síðustu kosn­ing­ar fóru fram í fe­brú­ar 2005. Frétta­skýrend­ur segja, að Fogh Rasmus­sen vilji nýta sér að stjórn­ar­flokk­arn­ir standa nokkuð vel sam­kvæmt skoðana­könn­un­um.

Þannig er sam­an­lagt fylgi Ven­stre og Íhalds­flokks­ins um 35% sam­kvæmt síðustu könn­un­um en fylgi Jafnaðarmanna­flokks­ins, stærsta stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins, er um 25%. Rík­is­stjórn­in er minni­hluta­stjórn sem nýt­ur stuðnings Danska þjóðarflokks­ins. Hún tók við völd­um í nóv­em­ber 2001 og hélt velli í þing­kosn­ing­un­um 2005.

Fogh Rasmus­sen sagði, þegar hann boðaði til kosn­ing­anna, að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir stefni á áfram­hald­andi sam­starf eft­ir kosn­ing­arn­ar og vilji fá skýrt umboð til ým­issa um­bóta, sem til standi að gera á vel­ferðar­kerfi, skatta­lög­um, lög­um um um­hverf­is­mál og fleiri mál­um.

Leiðtog­ar stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafa í morg­un lýst yfir ánægju með kosn­ing­arn­ar. Helle Thorn­ing-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmanna­flokks­ins, sagði í dag að þetta væri rétti tím­inn fyr­ir flokk­inn að fara í kosn­inga­bar­áttu og hann muni leggja áherslu á bætt vel­ferðar­kerfi frek­ar en skatta­lækk­an­ir.

And­ers Fogh Rasmus­sen er fædd­ur árið 1953 og er menntaður lög­fræðing­ur frá há­skól­an­um í Árós­um. Hann var fyrst kjör­inn á danska þingið 1978 og gegndi ráðherra­embætt­um á ár­un­um 1987 til 1992. Hann tók við embætti leiðtoga Ven­stre af Uffe Ell­em­an-Jen­sen árið 1998 og myndaði fyrstu rík­is­stjórn sína árið 2001.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert