Hálf milljón manna hafa yfirgefið heimili sín

Þjóðvarðliðar fylgjast með brottflutningi fólks í Kaliforníu.
Þjóðvarðliðar fylgjast með brottflutningi fólks í Kaliforníu. Reuters

Ríflega hálf milljón manna hafa fengið skipun um að yfirgefa heimili sín til að verða ekki skógareldunum í Kaliforníu að bráð. Eldar geisa á 16 mismunandi stöðum frá Santa Barbara að mexíkósku landamærunum. Samkvæmt fréttavef BBC hafa 120 þúsund hektarar lands brunnið eða landsvæði sem er stærra en New York borg.

Bush lýsti í nótt yfir neyðarástandi í sjö sýslum Kaliforníu en þar hafa yfir 350 þúsund hús verið rýmd í San Diego sýslu einni eða þriðja hvert hús.

Þá hafa 1300 byggingar brunnið. Tveir menn hafa látið lífið af völdum eldanna og 45 slasast, þar af 16 slökkviliðsmenn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert