Það hefur vakið athygli í Bretlandi að Kate McCann, móðir bresku stúlkunnar Madeleine McCann, hefur tjáð sig um sorg sína og söknuð eftir telpunni í sjónvarpsviðtal á Spáni. Samkvæmt upplýsingum talsmanns McCann hjónanna ákváðu þau í samráði við lögregluyfirvöld og lögfræðinga sína að reyna að koma upplýsingum um mál Madeleine á framfæri á Spáni og að best væri að gera það með þessum hætti. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Talsmaðurinn segir jafnframt að hjónin hafi, af mörgum ástæðum sem hann geti ekki farið nánar út í, reynt að halda þjáningu sinni fyrir sig. Kate sé hins vegar eðlileg móðir sem hafi misst barn sitt og það komi vissulega fram í umræddu viðtali.