Yfirvöld í bænum Breda í Hollandi hafa ákveðið að breyta um nafn á nýrri götu í bænum sem átti að heita St. Fiacriusgata. Var ákvörðun um nafnabreytinguna tekin eftir að uppnefnið „Viagragata“ festist við nýju götuna.
Bæjarráðið í Breda féllst á að breyta nafninu eftir að fólk sem ætlaði að flytja inn í fjölbýlishús við götuna kvartaði undan því að það hefði „neikvæða skírskotun“ að búa við götu með þessu uppnefni.