Tólf ára stofufangelsi mótmælt í dag

Í dag eru 12 ár síðan Aung San Suu Kyi, …
Í dag eru 12 ár síðan Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels var sett í stofufangelsi. Reuters

Skipulögð hafa verið mótmæli í 12 borgum víða um heim í dag þar sem fangelsun Aung San Suu Kyi og fleiri pólitískum föngum í Búrma er mótmælt. Í dag eru 12 ár frá því að Aung San var sett í stofufangelsi í heimalandi sínu og hyggjast mótmælendur ætla að standa fyrir utan kínversk sendiráð víða um heim.

Á fréttavef BBC kemur fram að þeir sem skipuleggja mótmælin telji að Kína geti þrýst á um að Aung San Suu Kyi verði látin laus og hefur erindreki Sameinuðu Þjóðanna haldið til Kína til að fara fram á að Kína þrýsti á herstjórnina í Burma eftir hin hörðu viðbrögð hennar gegn mótmælunum í síðasta mánuði.

Mótmæli verða haldin í London, París, Berlín, Dublin, Vínarborg, Sydney, Washington, Toronto, New York, Brasilíu, Bangkok og Höfðaborg.

Skipuleggjendurnir hafa hvatt fólk til að setja á sig grímu sem líkist Suu Kyi og hin hvítu klæði pólitískra fanga í Búrma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert