Veiktust eftir að hafa etið kjöt af sýktum hundi

Hundar þykja lostæti í Namibíu.
Hundar þykja lostæti í Namibíu. mbl.is/ÞÖK

Sex­tíu og átta þorps­bú­ar í norður­hluta Namib­íu voru lagðir inn á sjúkra­hús eft­ir að hafa lagt sér sýkt­an hund til munns. Sam­kvæmt dag­blaðinu The Nami­bi­an lét eig­andi hunds­ins lóga hon­um eft­ir að hann smitaðist af dul­ar­full­um húðsjúk­dómi og bað um að hræið yrði brennt en þorps­bú­ar í Oi­ko­kola þorpi hl­ustuðu ekki á þá bón og snæddu hund­inn með íbú­um úr ná­grannaþorp­inu Onep­andau­lo.

Þorps­bú­arn­ir fengu meðferð á tveim­ur stærstu sjúkra­hús­um héraðsins og hafa flest­ir þeirra náð sér að fullu.

Hunda­kjöt er talið vera mikið lostæti meðal þjóðflokka í Namib­íu og hafa ósk­ir dýra­vernd­un­ar­sinna verið virt­ar að vett­ugi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert