Annar hver Norðmaður trúir á Guð

Bryggjustemning í Osló.
Bryggjustemning í Osló. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ný skoðanakönnun í Noregi leiðir í ljós að rétt rúmlega helmingur landsmanna, eða 51,6%, segist trúa á Guð. Ríflega 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna, samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir norska dagblaðið Klassekampen.

Þeim sem trúa á Jesú hefur samkvæmt þessu fjölgað talsvert, samanborið við fyrri kannanir. Algengast er að kjósendur Kristilega demókrataflokksins trúi á Guð, þvínæst koma kjósendur Miðflokksins, sem er bændaflokkur. Aftur á móti eru kjósendur Sósíalíska vinstriflokksins ólíklegastir til að trúa, jafnvel ólíklegri en kjósendur Rauða kosningabandalagsins.

Framkvæmdastjóri Húmanistasamtaka Noregs, Kristin Mile, segist hafa séð kannanir er sýni að innan við 30% Norðmanna trúi á Guð, og sér finnist 50% ekki vera sérlega mikið. Margfalt fleiri séu skráðir í þjóðkirkjuna og önnur trúfélög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert