Bandarískur embættismaður segir af sér vegna Blackwater-málsins

Maður sem særðist í skothríð starfsmanna Blackwater í Bagdad þann …
Maður sem særðist í skothríð starfsmanna Blackwater í Bagdad þann 30. september. Reuters

Emb­ætt­ismaður inn­an ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna, Rich­ard Griff­in sem hafði um­sjón með ör­ygg­is­mál­um banda­rískra er­ind­reka og diplómata í Írak hef­ur sagt af sér eft­ir harða gagn­rýni á slæl­ega yf­ir­um­sjón með einka­rekn­um ör­ygg­is­fyr­ir­tækj­um þar í landi.

Sam­kvæmt BBC mun Griff­in ekki hafa nefnt það mál í upp­sagn­ar­bréfi sínu en hann fór dag­inn eft­ir að ráðuneytið herti eft­ir­lit með þess­um mála­flokki í kjöl­far rann­sókn­ar á þeim dauðsföll­um óbreyttra borg­ara í Írak sem Blackwater ör­ygg­is­fyr­ir­tækið mun bera ábyrgð á.

Sem stend­ur er ekki hægt að sækja starfs­menn einka­ör­ygg­is­fyr­ir­tækja til saka und­ir ír­ösk­um lög­um en nú hef­ur verið lagt fram laga­frum­varp á íraska þing­inu þar sem því verður breytt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert