Eyrnamergsát gæti skaðað stjórnmálaferilinn

Myndband sem mun sýna Kevin Rudd, sem allar líkur eru á að verði næsti forsætisráðherra Ástralíu, borða merg úr eyra sér nýtur nú mikilla vinsælda á YouTube. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Rudd yfirgnæfandi fylgis fyrir kosningarnar er fram fara 24 nóvember, en fréttaskýrendur segja að eyrnamergsátið kunni að skaða stjórnmálaferil hann meira en nokkur atlaga andstæðings.

Á myndbandinu má sjá Rudd á ástralska þinginu hlusta á annan þingmann flytja ræðu. Rudd situr aftarlega, sem bendir til að mynbandið hafi verið tekið fyrir 2003, en þá færðist hann um set í þingsalnum á fremsta bekk stjórnarandstöðunnar.

Á meðan þingræðunni stendur horfir Rudd í kringum sig eins og honum leiðist, stingur síðan vísifingri vinstri handar í eyra sér, snýr honum nokkrum sinnum og ber hann síðan að vörum sér og tyggur.

Í bloggheimum hefur myndbandinu m.a. verið lýst þannig að það veki ógleði. Myndbandið má sjá með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka