Færeyjar orðnar eitt kjördæmi

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/RAX

Ákveðið var á færeyska lögþinginu í dag, að gera eyjarnar að einu kjördæmi. Var tillaga um þetta samþykkt með 19 atkvæðum gegn 13. Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, sagði eftir atkvæðagreiðsluna, að niðurstaðan væri sigur fyrir lögþingið og alla stjórnmálaflokkana, sem hefðu sigrast á sjálfum sér og gefið Færeyingum þá skipan mála sem þeir vildu.

Fyrir lokaafgreiðsluna á þinginu í dag voru felldar tvær breytingartillögur. Önnur gerði ráð fyrir því að skipa 25 manna nefnd til að fara yfir málið og hin að breytingin yrði borin undir eyjarskeggja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert