Aung San Suu Kyi fundaði með fulltrúa herstjórnarinnar

Aung San Suu Kyi ræddi við vinnumálaráðherra herstjórnarinnar í Búrma.
Aung San Suu Kyi ræddi við vinnumálaráðherra herstjórnarinnar í Búrma. AP

Aung San Suu Kyi fékk að fara af heimili sínu í skamma stund í gær en þar hefur hún setið í stofufangelsi undanfarin 12 ár. Hún fór til fundar við vinnumálaráðherra herstjórnarinnar í Búrma, Aung Kyi sem hefur fengið það verkefni að mynda tengsl við stjórnarandstöðuna. Fréttaskýrendur telja að fundinum hafi verið komið á til að herstjórnin gæti bægt frá sér gagnrýni um að hafa tekið harkalega á mótmælendum í síðasta mánuði.

Ekki er vitað hvað þeim fór á milli á klukkustundar löngum fundi en myndir af fundinum birtust í ríkissjónvarpi Búrma og er það afar sjaldgæft því Aung San Suu Kyi hefur verið alfarið haldið utan við kastljós ríkisfjölmiðlanna undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert