Mengun og þoka lama Peking

Frá Peking í dag
Frá Peking í dag Arnar Ágústsson

Börn og eldra fólk í Pek­ing er ráðlagt að halda sig inn­an­dyra þar sem þykkt meng­un­ar­ský hang­ir yfir borg­inni í dag. Síðast í gær varaði hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar við því að meng­un gæti truflað leik­ana sem haldn­ir verða á næsta ári. Meng­un­in er svo mik­il í borg­inni í dag að tal­in er hætta á því að öld­ung­ar og börn geti veikst af önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um fari þeir út.

vera sú að hún hafi lokast inni í þykkri þoku en flest­ar hraðbraut­ir sem liggja til og frá borg­inni eru lokaðar því skyggni er inn­an við 50 metr­ar á köfl­um og seinkan­ir hafa orðið á flug­um­ferð vegna þok­unn­ar.

Ólík­legt þykir að hægt verði að ráða bót á lofts­lags­vanda borg­ar­inn­ar í tæka tíð fyr­ir leik­ana og því gæti þurft að færa til sum­ar keppn­is­grein­ar.

Arn­ar Ágústs­son
Arn­ar Ágústs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert