Hæstiréttur Georgíuríkis í Bandaríkjunum hefur dæmt að leysa skuli ungan karlmann úr haldi sem hefur setið í fangelsi undanfarin ár fyrir að hafa átt munmök við unga stúlku. Í undirrétti var maðurinn dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir glæpinn. Í Hæstarétti var dómurinn styttur í tólf mánuði og Wilson því látinn laus þar sem hann hefur lengur en það í fangelsi.
Í Hæstarétti dæmdu fjórir dómarar af sjö Genarlow Wilson í vil og töldu að dómurinn væri grimmur og of þungur en Wilson var 17 ára þegar hann átti munnmök við fimmtán ára gamla stúlku í veislu á gamlárskvöld árið 2003 á hóteli en brotið var tekið upp á myndband. Wilson var á sínum tíma ákærður fyrir að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku í sömu veislu en var sýknaður af ákæru í undirrétti. Hann fékk hins vegar tíu ára dóm fyrir að hafa átt mök við ólögráða stúlku.
Dómur yfir Wilson vakti mikla reiði á sínum tíma þar sem hann þótti fram úr hófi þungur og var lögum um kynmök við ólögráða einstaklinga breytt í kjölfarið.
Umfjöllun um málið á Wikipedia