Ísraelar vilja lama Gasa

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Ísra­el­ar segj­ast ætla að lama Gasa-svæðið al­gjör­lega og ein­angra það full­kom­lega vegna stöðugra eld­flauga­árása frá svæðinu. Mat­an Vilnai, aðstoðar­varna­málaráðherra Ísra­els, sagði í út­varps­viðtali í dag að til lengri tíma vildu Ísra­el­ar skera á öll tengsl við Gasa.

Ehud Barak, varna­málaráðherra, sagði í gær að Ísra­el­ar hyggðust taka raf­magn af svæðinu með vissu milli­bili og tak­marka eldsneyt­is­flutn­inga, til að stöðva eld­flauga­árás­ir, sem ekk­ert lát er á þrátt fyr­ir aðgerðir Ísra­ela.

Gasa hef­ur síðan í sept­em­ber verið skil­greint af ísra­elsk­um stjórn­völd­um sem óvin­veitt svæði, en Ham­as-hreyf­ing­in hef­ur þar ráðið ríkj­um frá því júní er ör­ygg­is­sveit­um for­set­ans Mahmoud Abbas var út­hýst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert