Lendingarbúnaður Dash-8 vélar gaf sig við lendingu á Kastrup

Lögregla segir atvikið svipað og þegar lendingarbúnaður Dash-8/Q400 vélar gaf …
Lögregla segir atvikið svipað og þegar lendingarbúnaður Dash-8/Q400 vélar gaf sig í Álaborg í september AP

Farþega­flug­vél af gerðinni Dash-8 frá flug­fé­lag­inu SAS lenti í óhappi á Kast­rup flug­velli í Kaup­manna­höfn í dag. Frétta­vef­ur Berl­ingske Tidende seg­ir frá því að hægra lend­ing­ar­hjól hafi gefið sig, en að flug­vél­in sé lítið skemmd og að eng­inn hafi meiðst við óhappið. 44 voru um borð, þar af 40 farþegar.

Danska lög­regl­an seg­ir að at­vikið minni mjög á það þegar flug­vél af sömu gerð brot­lenti á flug­vell­in­um í Ála­borg þamm 9. sept­em­ber sl. Nokkr­um dög­um síðar nauðlenti flug­vél SAS á leið til Kaup­manna­hafn­ar í Vilnius, en auk þess hafa komið upp nokk­ur til­vik vegna bil­ana í vél­um af gerðinni Dash-8/​Q400, einkum vegna vand­ræða með lend­ing­ar­búnað. All­ar vél­ar flug­fé­lags­ins voru kyrr­sett­ar í kjöl­farið meðan farið var yfir ör­ygg­is­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert