Mótmæltu fyrirhuguðu banni á sölu ofskynjunarsveppa

00:00
00:00

Um 200 manns komu sam­an í miðborg Amster­dam í dag til að mót­mæla fyr­ir­huguðu banni á sölu of­skynj­un­ar­sveppa. Bannað er að selja þurrkaða of­skynj­un­ar­sveppi en hægt er að kaupa þá ferska. Að und­an­förnu hafa hins veg­ar komið upp mál þar sem ferðamenn hafa lát­ist eða slasast eft­ir að hafa neytt of­skynj­un­ar­sveppa.

Er m.a. nefnd­ur 19 ára Íslend­ing­ur, sem fót­brotnaði á báðum fót­um þegar hann stökk fram af svöl­um eft­ir að hafa neytt of­skynj­un­ar­sveppa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert