Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sagði í dag að hann hefði ekki séð neinar vísbendingar um að Íranar væru að smíða kjarnorkuvopn þrátt fyrir fullyrðingar bandarískra stjórnvalda.
„Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um, að það sé fylgt virkri kjarnorkuvopnaáætlun nú," sagði ElBaradei í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN.
Bætti hann við, að hótanir Bandaríkjamanna í garð Írana muni aðeins virka eins og olía á eld.