Engar vísbendingar um að Íranar séu að smíða kjarnorkuvopn

Mohammed ElBaradei.
Mohammed ElBaradei. Reuters

Mohamed El­Bara­dei, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sagði í dag að hann hefði ekki séð nein­ar vís­bend­ing­ar um að Íran­ar væru að smíða kjarn­orku­vopn þrátt fyr­ir full­yrðing­ar banda­rískra stjórn­valda.

„Ég hef ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um, að það sé fylgt virkri kjarn­orku­vopna­áætl­un nú," sagði El­Bara­dei í viðtali við banda­rísku sjón­varps­stöðina CNN.

Bætti hann við, að hót­an­ir Banda­ríkja­manna í garð Írana muni aðeins virka eins og olía á eld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert