Vetrartími tók í dag gildi í þeim löndum, sem breyta klukkunni eftir árstíðum nema í Bandaríkjunum en þar tekur vetrartími gildi um næstu helgi. Þetta þýðir, að klukkan á Bretlandseyjum er nú eins og á Íslandi, víðast hvar í vesturhluta Evrópu er klukkan einum tíma á undan íslenska tímanum.