SAS hættir öllu flugi með Dash-8/Q400

Atvikið á Kastrup í gær er sagt mjög svipað og …
Atvikið á Kastrup í gær er sagt mjög svipað og þegar sams konar vél brotlenti í Álaborg í september Reuters

Flugfélagið tilkynnti í dag að ákveðið hefði að hætta endanlega öllu flugi með Dash-8/Q400 flugvélum frá Bombardier. Mats Jansson, forstjóri SAS, sagði í yfirlýsingu að með stuðningi stjórnarinnar hefði hann í ljósi undangenginna atburða ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi með Dash-8/q400 vélum. Flugvél af þessari gerð braut lendingarbúnað í lendingu á Kastrup flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær og lenti vélin á maganum, 44 voru um borð, en engan sakaði.

Jansson sagði í yfirlýsingu sinni að traust flugfélagsins á vélartegundinni hefði minnkað mikið og að viðskiptavinir félagsins hefðu í auknum mæli efasemdir um að fljúga með flugvélum af þessari gerð. Um 5% flugs SAS hefur verið með Dash-8/Q400 vélum.

Röð tilvika þar sem bilanir hafa komið upp að undanförnu þar sem Q400 gerðin kemur við sögu, brotlendingar, vandræði með lendingarbúnað og ýmis tæknileg vandkvæði og voru allar vélarnar kyrrsettar fyrir skemmstu meðan farið var yfir öryggismál.

Fulltrúar Bombardier eru í Danmörku til að fara yfir atvikið í gær, en Bombardier lýsti því yfir í kjölfar atviksins að það hefði engin áhrif á almennt flugöryggi vélanna og að óhætt væri að ferðast með þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert