SAS hættir öllu flugi með Dash-8/Q400

Atvikið á Kastrup í gær er sagt mjög svipað og …
Atvikið á Kastrup í gær er sagt mjög svipað og þegar sams konar vél brotlenti í Álaborg í september Reuters

Flug­fé­lagið til­kynnti í dag að ákveðið hefði að hætta end­an­lega öllu flugi með Dash-8/​Q400 flug­vél­um frá Bomb­ar­dier. Mats Jans­son, for­stjóri SAS, sagði í yf­ir­lýs­ingu að með stuðningi stjórn­ar­inn­ar hefði hann í ljósi und­an­geng­inna at­b­urða ákveðið að hætta öllu áætl­un­ar­flugi með Dash-8/​q400 vél­um. Flug­vél af þess­ari gerð braut lend­ing­ar­búnað í lend­ingu á Kast­rup flug­vell­in­um í Kaup­manna­höfn í gær og lenti vél­in á mag­an­um, 44 voru um borð, en eng­an sakaði.

Jans­son sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni að traust flug­fé­lags­ins á vél­ar­teg­und­inni hefði minnkað mikið og að viðskipta­vin­ir fé­lags­ins hefðu í aukn­um mæli efa­semd­ir um að fljúga með flug­vél­um af þess­ari gerð. Um 5% flugs SAS hef­ur verið með Dash-8/​Q400 vél­um.

Röð til­vika þar sem bil­an­ir hafa komið upp að und­an­förnu þar sem Q400 gerðin kem­ur við sögu, brot­lend­ing­ar, vand­ræði með lend­ing­ar­búnað og ýmis tækni­leg vand­kvæði og voru all­ar vél­arn­ar kyrr­sett­ar fyr­ir skemmstu meðan farið var yfir ör­ygg­is­mál.

Full­trú­ar Bomb­ar­dier eru í Dan­mörku til að fara yfir at­vikið í gær, en Bomb­ar­dier lýsti því yfir í kjöl­far at­viks­ins að það hefði eng­in áhrif á al­mennt flu­gör­yggi vél­anna og að óhætt væri að ferðast með þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert