Einn kunningja O.J. Simpson semur um skilorðsbundinn dóm

Kærur yfir O.J. Simpson lesnar upp í september sl.
Kærur yfir O.J. Simpson lesnar upp í september sl. Reuters

Michael McClinton, sem sakaður er um að hafa beint byssu að tveimur sölumönnum safngripa í Las Vegas ásamt O. J. Simpson hefur samið við saksóknara um að vitna gegn Simpson og tveimur öðrum, gegn því að fá aðeins skilorðsbundið fangelsi.

McClinton er sá þriðji til að játa sig sekan í málinu og fær allt að ellefu ára skilorðsbundið fangelsi fyrir vikið.

Samkvæmt skýrslum lögreglu kom McClinton með tvær byssur á vettvang að beiðni Simpson þegar þeir fóru til að ræða við Bruce Fromong og Alfred Beardsley, sem sérhæfa sig í sölu á safngripum tengdum íþróttum. Annar kunningja Simpsons, Walter Alexander hefur þegar játað sig sekan og segir einnig að Simpson hafi beðið félaga sína að taka byssur með á fundinn.

Lögfræðingar Simpsons hafa ekki tjáð sig um samning McClintons, en Simpson heldur því fram að engar byssur hafi verið notaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert