Mjög hefur færst í vöxt að börn fæðist með fæðingargalla á kolanámusvæðum í Kína. Samkvæmt Xinhua fréttastofunni má rekja aukna tíðni fæðingargalla til mengunar á svæðunum. Niðurstöður rannsókna sýna að mun algengara er að börn þjáist af fæðingargöllum í átta helstu kolanámusvæðum Shanxi héraðs heldur en annars staðar í Kína.