Hundar skutu veiðimann

Hóp­ur veiðihunda skaut veiðimann í Iowa í Banda­ríkj­un­um þegar hann ætlaði að sækja fas­ana sem hann hafði skotið. Maður­inn var flutt­ur á heilsu­gæslu­stöð og síðan með þyrlu á sjúkra­hús í Iowa­borg en er ekki tal­inn al­var­lega særður.

Veiðimaður­inn, sem heit­ir James Harris og er 37 ára, var á veiðum ásamt vin­um sín­um á föstu­dags­kvöld, dag­inn áður en fas­ana­veiðin hófst form­lega. Hóp­ur­inn skaut á fugl, sem lenti hand­an girðing­ar, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un Iowa.

„Harris mun hafa farið að sækja fugl­inn. Hann lagði byss­una frá sér á jörðina og fór yfir girðing­una ná­lægt byssu­hlaup­inu. Þegar hann fór yfir girðing­una stigu veiðihund­ar á byss­una með þeim af­leiðing­um að skot hljóp úr henni og lenti í vinstri hálfa Harris af um metra færi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert