Hundar skutu veiðimann

Hópur veiðihunda skaut veiðimann í Iowa í Bandaríkjunum þegar hann ætlaði að sækja fasana sem hann hafði skotið. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöð og síðan með þyrlu á sjúkrahús í Iowaborg en er ekki talinn alvarlega særður.

Veiðimaðurinn, sem heitir James Harris og er 37 ára, var á veiðum ásamt vinum sínum á föstudagskvöld, daginn áður en fasanaveiðin hófst formlega. Hópurinn skaut á fugl, sem lenti handan girðingar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarstofnun Iowa.

„Harris mun hafa farið að sækja fuglinn. Hann lagði byssuna frá sér á jörðina og fór yfir girðinguna nálægt byssuhlaupinu. Þegar hann fór yfir girðinguna stigu veiðihundar á byssuna með þeim afleiðingum að skot hljóp úr henni og lenti í vinstri hálfa Harris af um metra færi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert