Kebabmafía upprætt í Noregi

Kjötið var selt á um 100 stöðum í Ósló, höfuðborg …
Kjötið var selt á um 100 stöðum í Ósló, höfuðborg Noregs mbl.is/Golli

Norsk lög­regla hef­ur upp­rætt það sem kallað hef­ur verið Kebab-mafía, glæpa­hring sem fram­leiddi kjöt fyr­ir keba­bstaði án nokk­urs eft­ir­lits og án þess að greiða af því nokkra skatta. Sjö hafa verið hand­tekn­ir og bíða þeirra nú ákær­ur vegna fjár­svika, brota á mat­væla­lög­gjöf­inni og skattsvika svo nokkuð sé nefnt. Vitað er til þess að a.m.k. einn hafi veikst við að hafa borðað kjötið, en bakt­eríu­inni­hald í kjöt­inu reynd­ist mun meira en ásætt­an­legt þykir þar sem lög­um um meðferð kjöts­ins var ekki fylgt.

Rann­sókn máls­ins hófst í vor þegar lög­regla og mat­væla­eft­ir­lit hóf aðgerðir við leyni­lega kjöt­verk­un í Østfold, verk­smiðjan hafði starfað frá ár­inu 2003 og seg­ir lög­regla starf­sem­ina hafa verið svo skipu­lagða og um­fangs­mikla, að eng­inn vafi leiki á að hún flokk­ist und­ir skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Kjötið var selt á um 100 keba­b­stöðum í Ósló, talið er að um 500 tonn af kjöti hafi verið seld, að verðmæti um 100 millj­óna norskra króna, sem nem­ur um millj­arði ís­lenskra króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert