Laun Sarkozys rúmlega tvöfaldast

Sarkozy getur huggað sig við að hann á von á …
Sarkozy getur huggað sig við að hann á von á hárri launahækkun Reuters

Franski for­set­inn Nicolas Sar­kozy er um­talaður þessa dag­ana, hann stend­ur í skilnaði og komst í heims­frétt­irn­ar er hann stóð upp í miðju viðtali við fréttaþátt­inn 60 minu­tes á dög­un­um og rauk á dyr. Hann get­ur þó huggað sig við það að sam­kvæmt viðbót­um stjórn­valda við fjár­lög lands­ins munu laun hans rúm­lega tvö­fald­ast.

Laun Sar­kozy eru nú 104.000 evr­ur á ári, jafn­v­irði um níu millj­óna króna á ári, en verða 240.000 evr­ur á ári, eða um tutt­ugu millj­ón­ir króna eft­ir breyt­ing­arn­ar. Til­gang­ur­inn er sagður sá að jafna laun for­seta og for­sæt­is­ráðherra, en for­sæt­is­ráðherr­ann hef­ur haft mun hærri laun en for­set­inn.

Sar­kozy hef­ur varið hækk­un­ina í fjöl­miðlum og seg­ist vilja gagn­sæi í fjár­mál­um emb­ætt­is­manna. Þá segja tals­menn stjórn­valda að einnig sé um að ræða þörf á sam­ræmi, ábyrgð for­seta lands­ins sé mik­il, og að því sé rétt að for­set­inn fái sam­bæri­leg laun og aðrir emb­ætt­is­menn í svipuðum stöðum í Evr­ópu.

Helm­ing­ur frönsku þjóðar­inn­ar fær inn­an við 1.500 evr­ur í laun á mánuði. Eitt kosn­inga­mála Sar­kozy fyr­ir síðustu kosn­ing­ar var að bæta kjör Frakka með því að stuðla að auknu frelsi á vinnu­markaðnum. Stjórn­ar­and­stæðing­ar hafa gagn­rýnt launa­hækk­un­ina og segja hana ótíma­bæra þar sem flest­ir borg­ara lands­ins eigi í erfiðleik­um með að ná end­um sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert