Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad

Fjórir Frakkanna í varðhaldi í Chad.
Fjórir Frakkanna í varðhaldi í Chad. Reuters

Sextán Evrópubúar voru í gær ákærðir fyrir mannrán eða aðstoð við mannrán í Afríkuríkinu Chad, í kjölfar þess að góðgerðarsamtök reyndu að fljúga með rúmlega eitt hundrað börn þaðan til Frakklands. Níu Frakkar voru formlega ákærðir fyrir „að ræna börnum með það að markmið að hætta borgarlegri stöðu þeirra,“ segir í ákærunni.

Sjö spænskir meðlimir áhafnar flugvélarinnar sem nota átti til að flytja börnin hafa ennfremur verið ákærðir fyrir að vera samsekir meintum mannræningjum.

Frakkarnir sem ákærðir hafa verið segjast hafa skipulagt flutningana, og segja að það hafi verið ætlunin að forða börnunum frá borgarastríðinu í Darfurhéraði í Súdan og flytja þau til Frakklands.

Idriss Deby Itno, forseti Chad, hefur heitið því að mannræningjunum meintu verði refsað harðlega. Sagðist hann telja að ætlun Frakkanna hafi verið að selja börnin til barnaníðinga eða myrða þau og selja úr þeim líffærin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert