Einungis fyrir konur

Á næsta ári verður væntanlega farið að bjóða upp á …
Á næsta ári verður væntanlega farið að bjóða upp á kvennavagna í jarðlestakerfi Seúl mbl.is

Áætlanir eru uppi um að ákveðnir vagnar í jarðlestakerfi Seúl-borgar í Suður-Kóreu verði einungis ætlaðir konum. Er þetta liður í að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum í jarðlestum, að sögn talsmanns jarðlestafyrirtækis í Seúl.

Tvö fyrirtæki reka jarðlestakerfið í Seúl en alls eru um átta leiðir að ræða innan borgarinnar og úthverfa hennar. Stefnt er að því á næsta ári að á háannatíma geti konur treyst á að ekki séu karlmenn á ferli í ákveðnum vögnum.

Árið 1992 var gerð tilraun með að bjóða upp á kvennavagna í jarðlestum í Seúl en hætta varð tilrauninni eftir nokkra mánuði þar sem gjörsamlega vonlaust var að halda karlmönnum frá vögnunum, að sögn talsmanns jarðlestafyrirtækisins Seoul Metro .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert