Karen Hughes lætur af störfum um áramót

Karen Hughes
Karen Hughes AP

Einn helsti ráðgjafi George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hætta störfum í lok árs. Karen Hughes, aðstoðarutanríkisráðherra sem helst hefur komið að því að bæta ímynd Bandaríkjanna erlendis, staðfesti þetta í samtali við AP fréttastofuna. Ætlar Hughes að snúa aftur heim til Texas þrátt fyrir að hún segi starfi sínu hvergi nærri lokið enda sé það langtímaverkefni að bæta ímynd lands og þjóðar.

Hughes var áður sjónvarpsfréttamaður og almannatengill en Bush réð hana til starfa í Hvíta húsinu fyrir tveimur árum. En hún starfaði einnig fyrir Bush þegar hann var ríkisstjóri í Texas á árunum 1995 til 2000 auk þess að hafa unnið fyrir forsetann af og til allt frá því að hann tók við embætti forseta.

Hughes greindi Bush og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, frá ákvörðun sinni síðastliðið sumar um að láta af störfum áður en Bush lætur af embætti í janúar 2009. Condoleezza Rice hefur hins vegar greint frá því opinberlega að hún ætla sér ekki að láta af störfum á meðan Bush er enn starfandi forseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert