„Ópíumflóðbylgja mun lenda á nágrannaríkjum Afganistans ef eftirlit við landamæri landsins verður jafn slappt og raun ber vitni og að hald verður ekki lagt á eiturlyf sem fjármagna síðan hryðjuverkastarfsemi,” sagði Antonio Maria Costa sem er yfirmaður skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna á ráðstefnu um eiturlyfjavandann.
Costa sagði að smyglleiðir heróíns hafi breyst um 2005 og nú berist eiturlyfin eftir nýjum leiðum um Pakistan og Mið-Asíu til Kína og Indlands.
Vandinn er að sögn Costa stór, uppskera ópíumbænda í Afganistan var um 8200 tonn í ár sem er 34% aukning frá því árið áður og er reiknað með að verðgildi uppskerunnar sé um 240 milljarðar íslenskra króna sem er meira en helmingi meira en allur útflutningur Afganistans.