Ópíumflóðbylgja væntanleg

Valmúaræktin í ár er 34% meiri en í fyrra.
Valmúaræktin í ár er 34% meiri en í fyrra. Reuters

„Ópíumflóðbylgja mun lenda á nágrannaríkjum Afganistans ef eftirlit við landamæri landsins verður jafn slappt og raun ber vitni og að hald verður ekki lagt á eiturlyf sem fjármagna síðan hryðjuverkastarfsemi,” sagði Antonio Maria Costa sem er yfirmaður skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna á ráðstefnu um eiturlyfjavandann.

Costa sagði að smyglleiðir heróíns hafi breyst um 2005 og nú berist eiturlyfin eftir nýjum leiðum um Pakistan og Mið-Asíu til Kína og Indlands.

Vandinn er að sögn Costa stór, uppskera ópíumbænda í Afganistan var um 8200 tonn í ár sem er 34% aukning frá því árið áður og er reiknað með að verðgildi uppskerunnar sé um 240 milljarðar íslenskra króna sem er meira en helmingi meira en allur útflutningur Afganistans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert