Ríkisstjórn Tyrklands samþykkir refsiaðgerðir gegn PKK

Reuters

Tyrkneska ríkisstjórnin samþykkti í dag refsiaðgerðir sem beint er gegn uppreisnarmönnum tyrkneska verkamannaflokksins, PKK. Cemil cicek, talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði fjölmiðlum í dag að um væri að ræða samræmdar hernaðarlegar, stjórnmálalegar, diplómatískar og efnahagslegar aðgerðir sem beint væri gegn PKK og þeim sem hjálpa og hylma yfir með uppreisnarmönnum.

Stjórnvöld í Ankara hafa ásakað kúrdísk stjórnvöld í Írak um að skjóta skjólhúsi yfir uppreisnarmenn við landamæri Íraks og Tyrklands. samkvæmt heimildum fjölmiðla gæti verið um að ræða takmörkun viðskipta um landamærin og jafnvel að lokað verði á rafmagn í norðurhluta Íraks.

Tyrkir hagnast mikið á viðskiptum við Írak og selja þeim m.a. byggingarefni, matvæli og rafmagn. Tyrknesk stjórnvöld hafa ítrekað að undanförnu varað við refsiaðgerðum en PKK hafa gert mannskæðar árásir í Tyrklandi að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert