Bandaríkin: Frekari refsiaðgerðir gagnvart Íran í nánd

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist ekki hafa neinar áhyggjur af frekari …
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist ekki hafa neinar áhyggjur af frekari refsiaðgerðum. AP

Bandarísk stjórnvöld sögðu í dag að Rússar og Kínverjar hafi komið í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar geti beitt Írana hörðum refsiaðgerðum. Bandaríkin hinsvegar að stórveldin muni leitast við að beita Írana frekari refsiaðgerðum ef þeir hætti ekki kjarnorkutilraunum sínum innan tveggja vikna.

Forseti Írans segir að hann hafi engar áhyggjur af frekari efnahagsþvingunum sem Íranar standa frammi fyrir hætti þeir ekki að auðga úran líkt og öryggisráð SÞ hefur krafist.

Þau fimm ríki sem eiga fast sæti í öryggisráðinu, auk Þýskalands, munu hittast á morgun í London til að ræða frekari refsiaðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert