Bann lagt á útflutning rúmlega 700 leikfangaverksmiðja í Kína

Reuters

Yfir sjö hundruð leikfangaverksmiðjum í suðurhluta Kína hefur verið bannað að flytja framleiðslu sína út eftir að rannsókn fór fram á starfsemi þeirra og framleiðslu þeirra. Rannsóknin hefur staðið yfir í fjóra mánuði en henni var hleypt af stokkunum í kjölfar fregna af göllum í kínverskri útflutningsvöru, einkum leikföngum, tannkremi og dýrafóðri.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Guangdong-héraði fóru eftirlitsmenn í tæplega 85% allra leikfangaverksmiðja í héraðinu eða 1.726 talsins. Af þeim misstu 764 leyfi til útflutnings annað hvort til frambúðar eða tímabundið þar sem þær stóðust ekki gæðakröfur. 690 verksmiðjur til viðbótar þurfa að gera úrbætur en missa ekki leyfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert