Hraðaksturinn „ekki jafn slæmur“ í mílum talið

Lög­regl­an á Írlandi tók Dav­id nokk­urn Cl­ar­ke fyr­ir hraðakst­ur í síðasta mánuði, en hann mæld­ist á 180 km hraða, og svipti hann öku­rétt­ind­um. En dóm­ari komst síðar að þeirri niður­stöðu að Cl­ar­ke fengi að halda skír­tein­inu því að dóm­ar­an­um þótti að þegar hraði Cl­ar­kes væri tal­inn í míl­um í stað kíló­metra væri hann „ekki jafn slæm­ur.“

Dóm­ar­inn, Den­is McLoug­hlin, kvað upp úr­sk­urð sinn í Do­negal-sýslu á norðvest­ur Írlandi í fyrra­dag. Þegar 180 km hraði sam­svar­ar 112 mílna hraða, og haft var eft­ir McLoug­hlin að vissu­lega væri þetta mik­ill hraði, en þó ekki liti þetta ekki eins illa út ef talið væri í míl­um.

Hann sektaði Cl­ar­ke um þúsund evr­ur og sak­felldi hann fyr­ir gá­leys­is­leg­an akst­ur í stað glæfra­akst­urs, eins og lög­regl­an hafði talið hann sek­an um, og þar með slapp Cl­ar­ke við að verða svipt­ur öku­rétt­ind­um.

McLoug­hlin taldi líka að það hafi til­tölu­lega lít­il hætta verið á ferðum þótt Cl­ar­ke hafi ekið of hratt á þess­um til­tekna stað og stund þar sem veður var gott og veg­ur­inn óvenju beinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert