Fimmtán ára morðingi myndaði fórnarlamb sitt

Árásarmaður sem barði 48 ára danskan mann til bana við íþróttaleikvang í Álaborg í Danmörku á laugardag tók myndband á farsíma af fórnarlambinu þar sem það lá í blóði sínu. Myndin fannst í farsíma fimmtán ára gamals drengs sem grunaður er um árásina. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Það vekur mér mikinn óhug að nokkur geti gert svona lagað,” segir Frank Olsen, aðstoðarlögreglustjóri á Norður-Jótlandi, sem hefur séð upptökuna. „Þetta ber vott um meiri afbrigðileika en ég hef áður séð í starfi mínu.” Þá segir hann tilræðismanninn hafa gefið sér góðan tíma til að mynda fórnarlamb sitt og að hann hafi fyrst yfirgefið staðinn þegar hann varð var við að einhver nálgaðist staðinn.

Þá segir hann sterkar vísbendingar vera um að myndirnar hafi verið sendar á nokkra aðila úr símanum og hafa nemendur verslunarskólans í Turøgade hvattir til þess í gær að hafa samband við lögreglu vissu þeir af slíkum myndum í umferð. Pilturinn gengur þó ekki í þann skóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert