Grænlendingar berjast við svo stórkostleg félagsleg og mannleg vandamál að öllu samfélaginu stafar ógn af. Grænlensk ungmenni segja mörg að landið einkennist af valdamisnotkun, spillingu og að taumur ættmenna sé dreginn við opinberar stöðuveitingar.
Í nýrri heimildarmynd sem var sýnd í danska ríkissjónvarpinu í vikunni segir að áfengismisnotkun, vanræksla á börnum, nauðungarflutningar, sjálfsvíg og kynferðisleg misnotkun sé hluti af daglegu lífi Grænlendinga. Um þriðjungur grænlenskra stúlkna undir fimmtán aldri hefur verið misnotaður kynferðislega og níu prósent drengja. Fjórðungur stúlkna hefur gert tilraun til sjálfsvígs, en sjálfsvígstíðnin á Grænlandi er ein sú hæsta í heiminum.