Bandaríkin lýsa yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Musharrafs

Bandaríkjastjórn segja að lýðræðið hafi stigið skref aftur á bak Pakistan í dag í kjölfar ákvörðunar Pervez Musharraf, forseta landsins, að setja á neyðarlög í landinu. Bandarísk yfirvöld segja að ákvörðun forsetans valdi þeim áhyggjum. Bresk stjórnvöld hafa tekið í sama streng.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við bandarísku CNN-fréttastöðina að það væri miður að Musharraf hafi sett neyðarlög í landinu. Rice, sem er stödd í Tyrklandi, segist vonast til þess að stjórnvöld í Pakistan stefni að því að halda frjálsar kosningar í landinu.

Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að Bandaríkin hvetji Musharraf til þess að standa við gefin loforð og halda kosningar í janúar.

Fram kemur að Bandaríkin hafi miklar áhyggjur af þeim fréttum að Musharraf hafi gripið lýst yfir neyðarástandi í landinu og tekið að sér alræðisvald.

Musharraf rak í dag háttsettan dómara úr embætti í þeim tilgangi að tryggja völd sín yfir pólitískum andstæðingum sínum og íslamskra uppsreisnarmanna. Þá hefur hann kallað út herinn sem hefur verið komið fyrir á götum úti.

Pakistanskir hermenn standa nú vörð í Íslamabad höfuðborg Pakistans.
Pakistanskir hermenn standa nú vörð í Íslamabad höfuðborg Pakistans. Reuters
Íbúar Pakistans hlusta á útvarp til þess að fá fréttir. …
Íbúar Pakistans hlusta á útvarp til þess að fá fréttir. Það er hinsvegar þrautinni þyngri þar sem búið er að loka fyrir útsendingar einkasjónvarpsstöðva og útvarpsstöðva. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert