Musharraf biður umheiminn um skilning

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hlýðir á Abdul Hameed Dogar sverja …
Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hlýðir á Abdul Hameed Dogar sverja eið sem nýr forseti hæstaréttar Pakistans í dag. AP

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, bað umheiminn og á sérstaklega Bandaríkjamenn og Evrópusambandið um að sýna þeirri ákvörðun sinni að setja á neyðarlög í landinu, skilning er hann ávarpaði þjóð sína í kvöld. „Aðgerðarleysi hefði verið sjálfsvíg fyrir Pakistan og ég get ekki leyft þessu landi að fremja sjálfsvíg," sagi hann. „Ég bið ykkur um að sýna okkur skilning. Við þá sem munu gagnrýna þessa ákvörðun segi ég, vinsamlegast gerið ekki ráð fyrir eða krefjist af okkur lýðræðis sem þið hafið þróað öldum saman." Forsetinn talaði fyrst á úrdú og síðan á ensku.

Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í Pakistan í dag og í kjölfar þess var forseta Hæstaréttar landsins vikið frá störfum og hús réttarins umkringt hermönnum. Til hafði staðið að rétturinn birti úrskurð sinn um það á mánudag hvort kjör Musharrafs í embætti forseta hefði verið lögmætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert