Musharraf segir klofning hafa blasað við

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er hann ávarpaði þjóðina í kvöld.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er hann ávarpaði þjóðina í kvöld. AP

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kom fyrir skömmu fram í sjónvarpi í landinu og útskýrði þá ákvörðun sína að setja neyðarlög í landinu. Kvaðst hann hafa gert það með öryggi þjóðarinnar í huga og til að koma í veg fyrir klofning. „Hryðjuverkamenn og öfgamenn hafa náð áður óþekktum styrk,” sagði hann og vísaði því á bug að eiginhagsmunir hans hefðu ráðið nokkru um ákvörðunina. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég vil spyrja alla þjóðina hvers vegna þessi þróun hefur átt sér stað," sagði hann. „Ég held að það sé vegna hlutdrægni dómskerfisins. Framkvæmdavaldið er að mínu mati hálflamað. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru vanvirtar af dómskerfinu og því er hún ófær um að grípa til nokkurra aðgerða.

Musharraf sagði alvarleg átök eiga sér stað innan Pakistans sem ógni einingu landsins og að hefðu neyðarlögin ekki verið sett hefði klofningur blasað við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert