Seinheppinn tannlæknir

Allir þekkja hrollinn sem færist yfir þegar tannlæknaborinn nálgast munnholið og vísast þarf minna til hjá mörgum svo þeir svitni í lófunum. Bandaríska konan Brandy Fanning mun líklega hugsa sig þrisvar um áður en hún hleypir slíkum búnaði nærri sér aftur, eftir að hafa upplifað verstu martröð allra þeirra sem hætta sér til tannlæknis.

Það vildi þannig til einn góðan veðurdag að hún lagðist inn til tannviðgerðar hjá tannlækninum George Trusty, sem verður að teljast söngelskur með afbrigðum. Trusty raulaði þannig fyrir munni sér línurnar í laginu "Car Wash" samtímis sem hann veifaði bornum framan í Fanning, með þeim afleiðingum að hún missti næstum sjónina á öðru auganu. Fer hún fram á hátt í 40 milljónir í skaðabætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert